Hugur og sál

"Vitið þér ekki að líkami yðar er musteri Heilags anda 
                                 sem í yður er og þér hafið frá  Guði?..."
                                                 1. Korintubréf 6:19

styrkur

Það er ótrúlegt hvað hugur og sál vinnur saman.  Um leið og kollurinn er í þokkalegu standi þá er miklu auðveldara að hugsa um líkamann.  Með styrk Hans sem ekkert er um megn ganga hlutirnir miklu betur.  BootCampið er alltaf jafn skemmtilegt, við erum að skrifa matardagbók sem Berglind les samviskusamlega yfir reglulega og strikar grimmt í ef henni sýnist svo.  www.selfossgospel.is hér eru myndir af gospel bootcamp sem við erum í nokkrar saman.

Brauð og súkkulaði er minn helsti löstur, hvernig á maður að fara að því að minnka brauðátCrying
 Ég gæti lifað á brauði einu saman daginn út og inn með smá súkkulaði hér og þar. Samt er búið að segja að súkkulaði sé holt en samt má maður bara borða pínkupons, skrýtið.  En það skemmtilega við þetta allt saman, þennan breytta lífsstíl er að nú er ég farin að geta notað fullt af fötum sem ég er ekki búin að geta notað í smá tima og sumt meira að segja orðið of stórtLoL þannig að nu er bara að setja það í poka og gefa í Rauða krossinn. Því ég ætla mér ekki í þessa stærð aftur.  Og ég er þess fullviss að geti bara gengið.  Maður á að vera bjartsýnn og jákvæður og væntandi er það ekki.

Annars er nú törn framundan í vinnunni, annarskil sem þýðir próf og yfirferð á námsmati og foreldraviðtöl.  Það er ótrúelgt hvað tíminn líður hratt.  Fyrr en varir verða komin jól og ég ætla EKKI að skreyta svona mikið í ár eins og undanfarin ár.... seríurnar eru allar í einni skemmtilegri flækju í svörtum ruslapoka uppi á lofti, þannig að í ár verða kertaljósajól eins og sönnum umhverfisisnna og VG manneskju sæmirCool  Ekki nema riddarinn á hvíta hestinum komi aðsvífandi og leysi þetta bara fyrir mig.  ÉG er líka farin að verða ragari við að hanga uppi á þaki því það er svo hátt sumstaðar...

jæja best að fara að gera eitthvað annað en að bulla hér eitthvað

Guð blessi ykkur

knús SædísHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dúllan mín þú ert svo mikið met - hvernig og hvenær dast þú inn í Hvítasunnusöfnuðinn??? Þú ert það mesta met sem ég þekki!  Og að sjálfsögðu tekið með trukki.  Ekki það mér finnst mér ekki veita af smá hjálp og Guð hljómar vel - rétt eins og skyndilausnir veraldarinnar sem er haldið að manni endalaust!!!!  Hugsa að Guð endist betur.  Sigh... En sem sagt blak á morgun darling þú manst ;-). 

Ingveldur (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 20:48

2 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Já elskan þú ert velkomin með mér á samkomu any time:) Guð endist mjög vel og er ekkert um megn

Sé til með blakið, reyni að komast

knús Sædís

Sædís Ósk Harðardóttir, 7.11.2007 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband