Bleikur er litur októbers

kerti Í október er bleiki liturinn allsráðandi, það er ekki af ástæðu lausu, heldur er það til minningar um þá sem hafa greinst með brjóstakrabbamein.  Fjölmargar konur greinast á ári hverju með þennan hræðlega sjúkdóm, margar ná sem betur fer bata en baráttan við þennan illvíga sjúkdóm er hræðileg.  Því miður deyja allt of margar konur af völdum brjóstakrabbameini.    Í októbermánuði 2007 verður lögð áhersla á að selja bleikar slaufur og verður afraksturinn notaður til að kaupa nýtt ómtæki fyrir Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Ómtækið verður notað til nánari greiningar eftir brjóstamyndatökur og við frumrannsókn á brjóstum hjá ungum konum með einkenni.  Voandi kaupa sem flestir slaufuna til að styðja við bakið á leitarstöðinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæl og blessuð skvísa.  Takk fyrir hlýjar kveðjur til mín.  Er ekki mjög góð en hef góð von um að allt lagist.  Kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 2.10.2007 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband