Samkomulag.......

Já það er víst búið að lenda samkomulagi milli Launanefndarinnar og Kennarasambans Íslands.  Það verður seint hægt að segja það að kennarar komi til með að ríða feitum hesti frá þessu samkomulagi.  Núna 1. maí n.k fáum við 30.000 kr. eingreiðslu sem gerir um 20.000 í vasann komið.  Um næstu áramót fáum við 0.75% leiðréttingu þannig að launahækkunin sem kemur þá verður 3% en ekki 2,5%.  Í mars að ári liðnu hækkum við um einn launaflokk sem eru tæpar 5.000 kr.  Þetta gerir það að verkum að ég 34 ára gömul manneskja með háskólapróf er með núna 218.000 kr. í grunnlaun fæ um 230.000 kr. í grunnlaun í lok samningstímann vorið 2008.  Þetta eru ekki miklar tekjur og þegar búið er að taka skatta og gjöld af þessu er ekki mikið eftir.  En vonandi er þetta skref í átt að einhverju skárra.  Vonandi bera kennarar þá gæfu að einhvern tímann eigum við eftir að fá laun sem hæfir okkar starfi og menntun.
mbl.is Kennarasamband Ísland og Launanefnd sveitarfélaga ná samkomulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með löndunina.  Áfangasigur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.3.2007 kl. 22:51

2 Smámynd: Birnuson

Það er svívirða að óska kennurum til hamingju með þetta. Kjör þeirra eru svo léleg að þau stuðla að því að óhæfir veljist í störfin. Það er því siðferðileg skylda allra góðra kennara að mótmæla þessu með því að segja upp starfi sínu og ráða sig ekki aftur fyrr en mikil launahækkun hefur náðst fram. Í landi eins og Íslandi þar sem atvinna er næg á ekki að nota vinnumarkaðsbaráttu til að ná fram betri kjörum heldur hverfa til annarra verka. Geri kennarar þetta ekki eiga þeir á hættu að fá á sig ímynd undirmálsstéttar, fólks sem unir því að fá ekki rétt laun fyrir vinnu sína.

Birnuson, 12.3.2007 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband