Fræðslufundur í Árborg

Evrópuvika gegn heimilisofbeldi 8. -15. mars 2007 – fræðsluerindi í Ráðhúsi Árborgar

 

Vikan 8.-15. mars n.k. verður tileinkuð átaki gegn heimilisofbeldi.  Sveitarfélagið Árborg hefur ákveðið að taka þátt í þessari viku með ýmsum hætti.  Meðal annars verður fræðslufundur í fundarsal á 3ju hæð Ráðhúss Árborgar þann 8. mars n.k. kl.17:15 -18:30  Framsögumenn verða:

  • Ingólfur V. Gíslasson, félagsfræðingur, erindi hans nefnist ,,Hvað hefur breyst”  hann mun fjalla stuttlega  um breytingar á stöðu og möguleikum karla og kvenna á Íslandi á síðustu áratugum, hvað sé helst athugunarvert og hver sé líkleg þróun á næstum árum.
  • Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf.   Hún fjallar um kynbundið ofbeldi, þ.á.m. heimilisofbeldi og tengsl þess við jafnréttisbaráttuna.
  • Þorbjörg Inga Jónsdóttir, formaður Kvenréttindafélag Íslands, erindi hennar nefnist ,,Kraftur kvenna” sem fjallar um kvenhreyfinguna og baráttu fyrir jafnrétti.

Þá verða send póstkort inn á öll heimili í Árborg til að minna á að heimilisofbeldi á ekki að líðast með upplýsingum um hvert einstaklingar geti leita sér aðstoðar vegna þess.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband