Skemmdarverk heilbrigðisráðherra.

Ég er bara orðlaus yfir þessum áformum ráðherra um að skerða fæðingarþjónustu á HSU.  Fæðingardeildin þar er ein sú besta á landinu og öll sú aðstaða og þjónusta sem þar er er virkilega góð. 

Sú hugmyndarfræði ráðherra um að færa sem mesta þjónustu til Reykjavíkur er ekki í þágu landsbyggðarinnar.

Hvers vegna ekki að færa fleiri verkefni til sjúkrahúsa úti á landi og færa þannig fleiri störf á landsbyggðina.

Hættu nú þessum einkavæðingarhugmyndum Guðlaugur líkt og stefnir í á Suðurnesjum.

Það á alltaf að ganga lengra og lengra á almenning til að borga fyrir sukkið sem hefur viðgengist undanfarin ár hjá flokksgæðingum og útrásarvíkingum.

Það er nóg komið.


mbl.is Áhyggjur af skertri fæðingarþjónstu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Tek undir þetta með þér, má bara alls ekki ske.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.1.2009 kl. 15:57

2 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Ég tek undir með þér og þá er hægt að taka á mót fleiri börnum á Selfossi en nú er og þegar allt er fullt í Reykjavík á fæðingardeildinni dettur þeim ekki í hug að senda konur á Selfoss eða önnur nágrana byggðarlög þar sem rími er og aðstaða hin besta nei þetta virkar bara í aðra áttina allt til Reykjavíkur.

Það var haft eftir Ingimar Eydal að það væri verst við Reykjavík hvað þeir byggju afskegt  því það er allt svo langt ef farið er frá Reykjavík en allt svo stutt þegar farið er til Reykjavíkur. 

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 11.1.2009 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband