Tannlækningar munaður eða hvað????

dentistÉg fór til tannlæknis í dag, sem er ekki frásögu færandi.  Málið er það að hér á landi sem kallar sig velferðarþjóðfélag er það á vissan hátt munaður að geta leyft sér að fara til tannlæknis.  Tannlæknaþjónusta á ekki að vera munaður, heldur á það að vera sjálfsögð heilbrigðisþjónusta við ALLA íbúa þessa lands.  Það er hópur fólks sem lifir undir fátæktarmörkum og þarf ekki einu sinni að fara svo neðarlega í tekjum þar sem það er dýrt að fara til tannlæknis.  Nú er ég ekki að endilega að tala um minn tannlækni sem er afar góður og ekki sá dýrasti, heldur kerfið sem býður upp á þetta fyrirkomulag.

 Tannlæknaþjónusta er gott dæmi um hvaða hættu það býður heim að einkavæða heilbrigðiskerfið, þá fer það að vera munaður að leita sér læknisþjónustu.  Ég vil heilbrigðiskerfi fyrir alla, tannlækna þjónustu fyrir alla. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr! Heyr!  (Þetta er ekki neinn bófi heldur maður sem allar tennur eru brunnar úr vegna fjárskorts - og hann skammast sín fyrir það - bæði fjárskortinn og tannleysið)

Gummi (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband