Stígamót skora á ráðamenn þjóðarinnar að koma í veg fyrir klámþing.

Í mars nk. mun koma hingað til lands hópur fólks er tilheyrir klámiðnaðinum til að halda þing hér á landi.  Ég tel áskorun Stígamóta réttmæta,  þ.e að skora á ráðamenn þjóðarinnar að koma í veg fyrir þetta klámþing. Skv 210. gr. hegningarlaga er klám bannað á Íslandi, þar með talið að búa til klám.  Klám hefur farið vaxandi ef svo má að orði komast, það er varla hægt að kveikja á sjónvarpi, flétta blöðum eða skoða netið án þess að það flæði ekki yfir allt.  Kvenfyrirlitningin sem felst svo í þessu öllu er gríðaleg. Ekki það að það séu ekki karlar líka í klámi og er það jafn alvarlegt. 

 Er þetta sem við viljum hafa fyrir börnin okkar. Er það ekki á okkar ábyrgð að vernda þau og byggja upp viðeigandi umhverfi fyrir þau.  Ég tel því mikilvægt að stjórnvöld sýni ábyrgð og góða fyrirmynd og stöðvi þessa kaupstefnu.  Þótt ekki væri nema þá til að framfylgja 210.gr. hegningarlaganna.


mbl.is Stígamót skora á ráðamenn þjóðarinnar að koma í veg fyrir klámþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband