Enginn borgar kúlulán hjá Askar....

Í frétt í dag á DV.is kemur fram að enginn þarf að borga kúlulán hjá Askar:

" Tíu stjórnendur fengu samtals 715 milljón króna kúlulán hjá fjárfestingarbankanum Askar Capital. Sex þeirra hafa látið af störfum og þurfti enginn þeirra að borga kúlulánið sitt til baka. Lánin standa í um tveimur milljörðum króna í dag. Einn þeirra var Tryggvi Þór Herbertsson sem fékk 300 milljón króna kúlulán eins og áður hefur verið greint frá.

„Það liggur ekki fyrir ennþá hvað gert verður við þessi lán og engin ákvörðun hefur verið tekin um þau. Það kemur í ljós á næsta ári,“ segir Benedikt Árnason, forstjóri Askar Capital, um lán til starfsmanna sem enn starfa hjá Askar og tengdum félögum. Hann segir að gjalddagi sé á lánunum árið 2010. „Þar sem allt hlutafé var niðurfellt er mjög líklegt að félögin geti ekki staðið við sínar skuldbindingar þegar kemur að gjalddaga,“ segir Benedikt. Flest lánin hafi verið tekin hjá Glitni.

„Þeir sem látið hafa af störfum eiga ekki lengur sín félög,“ segir Benedikt. „Félögin voru keypt án endurgjalds. Það er þó engin skuldbinding sem hvílir á Askar um að greiða þessi lán til baka þegar þar að kemur. Lánin eru inni í félögunum sem þá kunna að fara á hausinn ef þau standa ekki við skuldbindingar sínar,“ segir hann."

 

Nú spyr ég sem fávís kona... hvers vegna komast þessir menn upp með þetta?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

úfff ég er jafn fávís kona um þessi mál eins og þú.....ótrúlegt hvernig þetta fer fram. Ætli ég yrði ekki fangelsuð ef ég borgaði ekki mínar skuldir?????

Gurra (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 19:27

2 Smámynd: Valgeir Bjarnason

Ég er álíka fávís um þessi mál og þú Sædís. Þetta er allt mjög undarlegt. Svo eru menn kosnir á þing og gera tilkall til valda vegna fræðaþekkingar sinnar, sem augljóslega var misnotuð.

Valgeir Bjarnason, 11.8.2009 kl. 20:22

3 Smámynd: Guðrún Olga Clausen

OJOJOJJJJJ. Það er ekkert sem kemur mér á óvart lengur. Sorrý! það kæmi mér á óvart að hitta heiðarlegan "fjármálamann". Þannig er það bara.

Guðrún Olga Clausen, 11.8.2009 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband