Vinstri grænir afþökkuðu milljónastyrki

Skv. frétt á dv.is

Segið svo að allir séu eins.......

 

hér er fréttin:

 

Vinstri grænir afþökkuðu styrki upp á milljónir úr Landsbankanum því það var vinnuregla hjá flokknum að taka ekki við hærri styrkjum en 300 þúsund krónum. Mynd DV.

Föstudagur 24. apríl 2009 kl 13:15

Höfundur: Ritstjórn DV (ritstjorn@dv.is)

Nánar um málið í DV í dag.

Vinstri grænir afþökkuðu milljónastyrki frá gamla Landsbankanum á árunum fyrir bankahrunið, samkvæmt heimildum DV, meðal annars fyir þingkosningarnar 2007. Heimildarmaður DV innan gamla Landsbankans segir að Vinstri grænir hafi þegið styrki frá Landsbankanum upp á 300 þúsund krónur en ekki hærri upphæðir. Hann segir að það virðist hafa verið verklagsregla hjá flokknum að þiggja ekki hærri upphæðir.

Samkvæmt heimildarmanni DV stóð Vinstri grænum til boða að fá mun hærri styrki, upp á milljónir króna, en þeir sóttust ekki eftir því. ,,Vinstri grænir fengu styrk en þeir höfðu bara sínar vinnureglur. Einhver úr flokknum hringdi og óskaði eftir styrk upp á 300 þúsund en ekki meira. Og það var ekkert flóknara en það," segir heimildarmaðurinn.

Hann segir að oft á tíðum hafi stjórnmálamennirnir hringt beint í bankastjóra Landsbankans til að biðja þá um styrki vegna prófkjara í þing- og sveitastjórnarkosningum. Styrkir við einstaka stjórnmálamenn frá Landsbankanum voru á bilinu 200 þúsund til einnar milljónar króna en stjórnmálaflokkarnir fengu allt að fimm milljónum. Svo var beygt frá þessari vinnureglu í ,,styrkjakerfi" bankans í árslok 2006 þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk 25 milljóna króna styrk frá Landsbankanum, segir heimildarmaðurinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband