Er maður barn 23 ára???

Þetta er ákaflega furðuleg ákvörðun hjá Akranesbæ að mínu mati.  Vissulega er það mjög gott að sporna eigi við unglingdrykkju og látum.  En að banna 22 ára gömlum einstakling að koma á tjaldsvæðið og tjalda þykir mér afar fráleitt.  Margir eru komnir með sínar eigin fjölskyldur 21 - 23 ára gamlir og að ætla banna ungu fóki t.d barnafólki að fara á þessa hátið er furðulegt.  Ég var t.d sjálf komin með tvö börn þegar ég var 23 ára, ekki hefði ég farið að biðja foreldra mína um að koma með mér í útilegu svo ég fengi að tjalda á tjaldsvæði.  Ekki það að ég vilji ekki ferðast með þeim, heldur er það kannski meira prinsipp mál að fá að fara á þá staði sem maður langar til að fara á.

En gott mál að ætla að koma í veg fyir unglingadrykkju og því sem að henni fylgir, aldurinn samt furðuleg ákvörðun.  Frekar að horfa á aldurinn 15- 20 ára og yngra.


mbl.is Yngri en 23 ára bannað að tjalda nema í fylgd með fullorðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er reyndar tekið fram í þessari ákvörðun að það sé leyfilegt fyrir fjölskyldufólk á þessum aldri að tjalda, verið er að útiloka einstaklinga á djamminu.  Ég held samt að fullorðið fólk geti verið jafn erfitt á svona samkomum og efast um réttmæti svona ákvarðana, ekki var reynsla Akureyringa í fyrra af hinu góða.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.5.2008 kl. 23:30

2 Smámynd: Anna Guðný

Ég bý á Akureyri og hélt að þetta hefði farið svo vel hér í fyrra. Ég veit að það voru ekki allir að græða sem áttu von á því og ég viðurkenni að aðferðin var ekki góð. Þessi ákvörðun var tekin allt of seint.  En þegar upp var staðið voru heimamenn held ég þokkalega ánægðir.Nema auðvitað með veðrið. Það erum við ekki ánægð nema sé helst sól og blíða. En það er nú hjá öllum.

Þannig að ef ég mætti velja, þá því miður þarf að takmarka en það er ótrúlega erfitt að finna meðalveginn. Ég veit að í þessu eins og öllu öðru eru það örfáar undantekningar sem skemma fyrir fjöldanum. Hér áður fyrr gekk gæsla á tjaldstæðum út á  sjálfboðaliða hjá annað hvort skátunum eða íþróttafélögunum.En ég get lofað ykkur því að fólk er bara ekki að nenna þessu lengur fyrir ekki neitt.

Ég persónulega er með góða lóð hérna og lánaði hana út í fyrra. En það þýddi líka að ég bar ábyrgð á þeim gestum. Og þannig er það líka á tjaldstæðum. Bæjarfélagið ber ábyrgð á sínum gestum þar. Og við vorum ekki að höndla það frekar en bara Akranes með írska daga í fyrra eða Ólafsvík með færeyska daga þar áður. Þetta sms lið kemur og bókstaflega drullar yfir liðið. Það er mjög auðvelt að sitja heima og dæma og þurfa ekki að taka neina ábyrgð.

Þetta er ekkert persónulega meint, alls ekki. Þú er velkomin á lóðina hjá mér.

Anna Guðný , 15.5.2008 kl. 00:52

3 identicon

Hvenær er maður fullorðinn og hvenær er maður ekki fullorðinn?

Ég varð fullorðinn þegar ég tók við fyrsta launaumslaginu mínu.  Þar var ritað nafn mitt, og upphæðin sem ég hafði unnið mér inn að frádregnum einhverjum opinberum gjöldum og svo upphæðin sem var eftir í umslaginu.  Ég var orðinn launamaður og borgaði mitt til ríkisins.  Þá var ég 12 ára.

Að vera fullorðinn kemur ekkert því við að vilja geta drukkið brennivín og bjór sjálfum mér og öðrum til leiðinda.  Mér finnst að fjölskyldufólk með börn, hafi full mannréttindi og eigi að hafa forréttindi að vera laus við rumpulýð á hátíðisdögum. 

Sjá myndband: http://www.youtube.com/watch?v=Do2Kt0XrbTQ

Nebúkadnesar (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 01:23

4 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

þetta er furðulegt mál, en ætli að það liggi ekki eitthvað meira á bakvið en bara aldur þessara einstaklinga sem ætluðu sér að tjalda á þessum tiltekna stað...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 16.5.2008 kl. 14:34

5 Smámynd: Linda

Sæl, hver sá er fullorðin sem hefur þroska til þess að haga sér samkvæmt því, eins og við vitum þá eru sumir fullorðnir ennþá að verða sér til skammar í flugi til Spánar.  Fólk á að geta fengið sér í glas og notið þess að vara smá hífað ef það er það sem það sækist í, en að vera sér til skammar með víni er bara barnalegt.  Því miður hafa fáir eyðilagt fyrir mörgum,

knús

Linda, 18.5.2008 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband