Nei ei ekki í þinni stærð....

Hafa ekki einhverjir fengið þetta framan í sig???  Ég lenti í þessu fyrir einu og hálfu ári síðan og þá 16 kílóum stærriWhistling  Ég fór inn í eina ónefnda búð í Kjarnanum á Selfossi, mig vantaði pils (vantaði og ekki vantaði, getur maður ekki alltaf bætt í fataskápinn) ég var frekar svona ekki mikið tilhöfð, enda búin að vera að undirbúa veislu allan daginn.  Ég gekk um búðina og var að skoða á rekkana, sú sem var að afgreiða var frekar upptekin við að vera í tölvunni og spjalla við einhverja vinkonu sína sem var að máta föt þarna lika.  Ég næ loks athygli og spyr hana hvort hún eigi pils.  Hún svara strax bara nei engin pils og heldur áfram í tölvunni.  Ég læt ekki segjast og gái sjálf og finn loks eitt. Ég bendi henni á það að það séu til pils.  Hún lítur á mig stórum augum og segir blákalt framan í mig: " nei sko ekki nein í þinni stærðShocking"  Þar sem ég var lika komin þarna með bol og eitthvað fl. ákvað ég að máta pilsið ásamt hinu og viti menn það passaðiCool  En þegar ég er inni í klefanum fer ég að hugsa um hvers konar framkoma þetta sé, hugsa sem svo að ég ætli nú ekki að versla í þessari búð með svona þjónstu og framkomu.  Þegar ég kem fram segir stelpan svona hálfkæringslega: "Hvernig passaði þetta svo"  Ég sagði henni að þetta hefði passað en ég hefði ekki áhuga á að versla hjá henni þar sem hún væri frekar dónaleg við viðskiptavininn, það væri ekki sama hvernig hann væri greinilega.  Ég hef nefnilega líka komið inn í þessa búð nýlega, uppstríluð á leið í veislu og þá 16 kílóum minni og þá var viðhorfið allt annað, það var komið strax til mín og mér boðið aðstoð og hvað mig vantaði og hvað eina.  ÉG hef reyndar komið inn í þessa búð eftir þetta og verslað því þarna eru margar góðar vörur og frábært glingur á boðstólnum.

Svona viðhorf hjá starfsfólki verslana er mjög leiðinlegt, að kona/maður geti ekki komið inn í búð án þess að vera voða uppstríluð til að fá aðstoð.  Við erum ekki öll eins en öll eigum við rétt á að fá góða þjónustu, alveg sama í hvaða formi hún er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, maður vill sko þjónustu, hvort sem maður er of feitur, mjór, stór eða lítill. Það er ekki afgreiðslufólksins að dæma okkur heldur þjóna okkur.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 20:46

2 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

já ég mundi gera það sama og ganga út úr þessari búð. Ég veisla ekki ef ég fær ekki góðar þjónustur

Guð blessi þig

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 23.2.2008 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband