Pressan....

Ég var að horfa á íslenska þáttinn Pressan.  Ég horfi afar sjaldan á sjónvarp og sá ekki fyrstu þættina af þessum þáttum en sá þennan í kvöld og síðasta sunnudag og ég verð að segja að ég er nokkuð ánægð með þá.  Leikararnir eru rosa góðir í þessu, þetta er mjög raunverulegt allt, spennu uppbygging góð.  Maður er skilinn eftir í lok hvers þátta sem eitt stórt spurningarmerki og maður nær að lifa sig vel inn i þáttinn.

Ég var að minnsta kosti orðin mjög spennt áðan, var mjög ánægð að Lára væri að ná saman með Halldóri því mér fannst þau ná svo vel saman, enda myndarlegur maður á ferð.  ÉG get varla beðið eftir næsta þætti því þessi endaði svo spennandi.

Hvað finnst ykkur um þessa þætti?  Mér finnst líka hann Kjartan sem leikur ritstjórann alltaf svo flottur líka, bæði góður leikari og flottur maðurCool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Það eru samt allir grunsamlegir í þessum þætti, sem er alltaf kostur. Rosalega góðir þættir.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.1.2008 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband