Who needs men?????

Já ég komst að því áðan að ég get það sem ég ætla mér, man fyrir nokkru síðan var ég að vorkenna mér að ég gæti ekki þetta og ekki hitt.  Þyrfti mann á heimlið til að sjá um þetta allt, núna sé ég að ég get þetta bara vel sjálf.  Reyndar þarf ég að fá mág minn líklega lánaðan til að hengja upp nokkur ljós, en hann hefur líklega bara gaman að því að hjálpa elsku máku sinniLoL

Áðan þurfti ég að skipta um gaskút, grafa gamla kútinn upp úr snjónum og tengja nýjaCrying  Mín bara gekk í verkið, losaði gamla kútinn og sótti nýjan og gat líka bara tengt hann alveg sjálf.  Man síðast fékk ég elsku mág minn til að koma yfir og laga þetta því það var eitthvað svo erfitt að ná því þá.  En núna ákvað ég að ég skildi gera þetta sjálf sem ég og gerðiTounge  Nei nei það er ekki rétt hjá mér að segja þetta, auðvitað eru þessar elskur líka nauðsynlegar en á réttum forsendum, ekki bara til að redda hlutum á heimilinuCool

Einnig er ég með jeppa í láni núna þannig að nú stoppar mig ekkert (reyndar smá í gær, en það var líka algjör ófærð sem ég í minni bjartsýni hélt ég kæmist yfir)

Annars var þorrablótið frábært í gær, ég dansaði og dansaði eins og ég veit ekki hvað.  Frábær samkoma í morgun og Dagbjört var með yndislega predikun sem þið getið heyrt hér www.selfossgospel.is

Svo er bara svo margt framundanCool Er að byrja í skólanum á miðvikudaginn, sumarbústaðaferð eftir tvær vikur og vonandi jesúkonu helgi eftir þrjár vikur.  Einnig er ég að færa mig um nefnd og það verða skemmtileg verkefni þar trúi ég.  

Síðast en ekki síst er frábært mót 27. 28. 29. febrúar og 1. mars í Kotinu sem ég ætla ekki að missa af.  Síðasta mót var það magnað að ég veit að Guð mun gera eitthvað enn stórkostlegra á þessu móti.  Þannig að febrúar er bara orðinn nokkuð þéttur hjá minni, allt eins og það á að vera. 

Síðan er ætlunin að hefja fundaröð hjá VG, spennandi verkefni þar framundan.

Síðan er auðvitað fermingarundirbúningurCool ohh hvða ég hlakka til að fara að ferma, ég elska að skipuleggja veislur og nú erum við systurnar að fara að ferma báðar þannig að við verðum fljotlega að fara að hefjast handa.

jæja gott í bili

Guð blessi ykkur

Sædís


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hmmm þannig að við erum næstum óþarfir við kalla greyin!!!

kallinn (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 20:39

2 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

nei nei ég get nú huggað þig með því að þið verðið það nú ekki í bráð

Sædís Ósk Harðardóttir, 27.1.2008 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband