Í blúndudressi að skjóta upp flugeldum....

kuldiÍ snjó, frosti og roki.... nei held ekki.  Hvað þá að arka á brennu, í snjó eða hvernig sem veðrið verður, æða yfir tún og moldarhauga í pallíettupilsi og pinnahælum og sokkabuxur auðvitað í stíl.......

Hvers vegna að vera að koma með svona yfirlýsingar.  Eins og segir í textanum: Við eigum allar að vera ofboðslega elegant, kvenlegar og fallegar á gamlárskvöld.  Vera fallegar á gamlárskvöld???  kemur fegurðin með klæðnaðinum???  Konur geta verið fallegar í kuldagalla frá 66, í sundfötum og bara hverju sem er.  Kallar lika nota bene.

Má fólk ekki bara klæðast hverju sem það vill.  Ef ég vil vera í gallabuxum og háskólabol þá geri ég það bara og ef ég vil vera í galakjól og pinnahælum þá geri ég það bara.  Ég skil ekki tilganginn i þvi að vera segja fólki hvað sé endilega inn um áramótin.  Og hvernig eiga konur að fara að því að skjóta upp flugeldum í pallíettukjólum, ofurfágaðar á 20 cm pinnahælum.

Hvers vegna er ekkert sagt um það að karlar eigi að vera fágaðir... æi þetta er svolítið oldtimes að mínu mati.

Ég ætla að fara í þau föt sem henta mér best á gamlárs, eða bara hvernig liggur á mér þáTounge


mbl.is Kvenlegar og fágaðar um áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

okei í fyrstalagi eru ekki allir í því að skjóta upp flugeldum .. það er kannski meira verið að pæla í því ef maður er á leiðini í party .
þá er maður ekki beint í því að vera í háskóla bol og gallabuxum. svo er náttúrulega spurningin um að vera smekklegur .. maður fer ekki út í einhverjum druslu gallabuxum og háskóla bol , það er einnhvað sem er kallað ,,heima föt'' . og ég meina konur með vit í hausnum sem eru á pinna hælum og svo myndu þær alltíeinu detta það í hug að fara að sprengja þá auðvitað skiptir maður um skó! þetta er ekki svona flókið .. svo er nú mynd af einu ungum manni í jakkafötum nema þú sért gjörsamlega blind. Svo er meira verið að pæla í þessu fyrir party og soleiðis á gamlárskvöldi ekki til að hlaupa um skjótandi upp flugeldum eða standandi úti á brennum !
HUGSA !!

thelma (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 23:10

2 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Mikið er ég sammála þér Sædís. Þetta er svo mikil sölumennska að það hálfa væri nóg. Konur eiga að vera svo huggó og smart og lekkerar og sexý og ég veit ekki hvað, helst með því að kaupa þetta og kaupa hitt og vera í þessu og hinu frá þessu eða hinu merkinu. Wow, hljómar illa! Mér finnast konur eiga að vera þær sjálfar fyrst og fremst og vera ánægðar með sjálfa sig. Við erum allar frábærar eins og við erum. Kuldagalli er flott flík við þessar aðstæður. Við búum á Íslandi og við dressum okkur upp í samræmi við það. Galadress á við sérstök tækifæri, kuldagallinn við önnur og svo frv. Aðalatriðið er að líða vel, vera klædd miðað við veður og vind og vera ánægð með það! Gleðilegt ár Sædís mín og takk fyrir bloggið á árinu og kommentin. Höldum okkar striki á nýju ári. Kær kveðja, Silla.

Sigurlaug B. Gröndal, 29.12.2007 kl. 23:59

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sénsinn að ég láti segja mér í hverju ég verð, held bara að ég klæði mig í dúnsæng og upp í sófahorn.  Knús

Ásdís Sigurðardóttir, 30.12.2007 kl. 11:36

4 Smámynd: Hugarfluga

Vá, sammála! Það skal enginn segja mér hvernig ég á að klæða mig hvenær og hvenær ekki! Samt finnst mér mjög gaman að klæða mig upp á Gamlárskvöld, en geri það bara vegna þess að mig langar til þess.

Hugarfluga, 30.12.2007 kl. 14:35

5 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Nei engin mun segja mér í hverju ég skal klæðast annað kvöld en já ég ætla að vera í djarfasta kjólnum mínum og sílikon haldaranum... hahaha... Auk þess verður ekki veður til að standa við brennu og karlpeningurinn mun sjá um flugeldasýninguna.

Óska þér og þínum öllum gleðilegs árs. Hlakka til að hitta þig á nýja árinu.
Hafðu það sem allra allra best - alltaf. 

Linda Lea Bogadóttir, 30.12.2007 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband