Jólahátíðin gengin í garð

kertaljosJá jólahátíðin er gengin í garð með allri sinni dýrð og því sem að henni fylgir. Það er svo mikilvægt að muna hvers vegna við höldum jólin, hverju við erum að fagna.  Við erum nefnilega ekki að fagna neinu smáræði, við erum að fagna fæðingu frelsarans, syni Guðs sem Hann gaf okkur.

Nú  við áttum saman yndislega stund í gær ég og krakkarnir mínir.  Tókum daginn snemma, fengum nokkra sveinka í heimsókn sem komu færandi hendi. Síðan vorum við með hinn árlega möndlugraut í hádeginu þar sem að mér tókst að þessu sinni að sjóða hann í gegn án þess að hann yrði brenndurTounge  Um miðjan daginn fórum við í að bera út jólakort þar sem Agnes Halla sá um það, henni fannst það svo gaman að fá að hlaupa í húsin.  Við fórum svo í kirkjugarðinn með kerti á leiðið hjá afa og ömmu og svo var farið heim að elda steikina.  Klukkan fimm fórum við á yndislega samkomu á Selfossi í Hvítasunnukirkjunni og þegar henni lauk var klukkan að verða sex og krakkarnir orðin voða spennt.  Maturinn var rosa vel heppnaður og eftir hann var farið í að ganga frá og svo í pakkana.  Við fengum margar góðar gjafir frá okkar fólki og hvort öðru.  Síðan var lagst upp í sófa að lesa og slaka á og borða konfekt.... ég er ekkert búin að borða smá mikið konfekt í dag og í gærShocking humm verð að taka á því eftir jól bara.  Um miðnætti fórum við í miðnæturmessu hér í kirkjunni og svo heim að lesa, spila og spjalla.  Í dag var svo jólaboð hjá mömmu og pabba þannig að það er ekkert lát á þessu áti held ég bara þannig að það verður extra tekið á því sem fyrst....

jæa gott að sinni, ætla að halda áfram að borða konfekt, drekka jólaöl, hlusta á góða tónlist og lesa.  Krakkarnir eru farin til pabba síns þannig að ég ligg því bara með tærnar upp í loft og geri ekki neitt....

Guð blessi ykkur og gefi ykkur áframhaldandi gleðileg jól


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, maður borðar sér til óbóta, held ég fari í göngutúr á morgun.  Hafðu það gott kæra Sædís.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.12.2007 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband