Flensa

veikFlensan hefur bankað á dyrnar hér, ég er búin að vera hálf drusluleg þessa viku, byrjaði í foreldraviðtölum á mánudaginn.  Ég varð að sitja í úlpu meðan ég var að tala við forelda nemanda minna þar sem ég fann hvernig kuldi, beinverkir og hiti helltist yfir migWoundering  Ég var síðan heima þriðjudag  og var greinilega veik því ég gat sofið og sofið, eitthvað sem gerist afar sjaldan hjá mér.  Fór að vinna greinilega of snemma því ég var orðin drulluslöpp aftur í dagGetLost fúlt en þetta er bara svona.  Gat ekki einu sinni notað sénsinn þar sem ég var heima til að ráðast að þvottafjallinu ógurlega.  Þetta er ótrúlegt með þennan þvot, hann virðist bara aukast þrátt fyrir mikinn vilja við að halda honum í skefjumShocking  þetta er eitthvað með mig og þvott og mig og skipulag yfir höfuð..... arrrgggg, þarf að fá svona skipulagssérfræðing hér á heimilið til að leiðbeina mérCrying  Annars má mamma nú eiga það að hún er svo skipulögð og stundum þegar henni blöskrar orðið staðan kemur hún og aðstoðar elskulega dóttur sínaCrying

Annars náði ég að horfa á stelpurnar áðan, ekkert smá fyndnar alltaf, eitt atriði var samt ansi skondið en það var þegar ein þeirra kom að borðinu hjá honum Kjartani og var að biðja hann að byrja með einni sem var að vinna með þeim.  Þetta minnti mig á okkur vinkonurnar í den, þegar við vorum í barnaskólanum þá vorum við alltaf að þessu, fara til einhverja stráka og spyrja fyrir hvor aðra hvort hann vildi byrja með þessari vinkonunniCool yndislegt alveg.  Bara að þetta væri svona auðvelt í dagLoL  Elín sérðu það ekki fyrir þér að þú farir og spyrjir .... hahahahhaTounge

Jæja föstudagskvöld og ég með þvottakvíða og flensu

Guð blessi ykkur og þvottinn minn

knús Sædís


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, stelpurnar voru góðar að vanda.  Láttu þér batna stelpa.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.11.2007 kl. 22:27

2 Smámynd: Saumakonan

þetta helvv þvottaskrímsli já.... alveg stórfurðulegt að sama hvað maður nær að skera af því.. það virðist bara stækka!!!!

Saumakonan, 23.11.2007 kl. 23:52

3 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

ég mæli með klúbbnum hennar flylady.com eða flylady.yahho eða eitthvað svoleiðis. kerfið hennar til þess að koma heimilinu "undr control" svínvirkar. og kostar ekkert að taka þátt.

Guðrún Sæmundsdóttir, 27.11.2007 kl. 22:26

4 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

http://www.flylady.net/join.asp    hérna skráir maður sig inn og ég held að maður verði að vera með yahoo mail síðan fær maður nokkur mail á dag um fly lady og ef maður tileinkar sér þetta kerfi er þvottaskrímslið á bak og burt+heimilið í þokkalegu standi

Guðrún Sæmundsdóttir, 27.11.2007 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband