Hugrenningar

,,Það er ekki auðvelt að finna hamingjuna innra með sér og ógerningur að finna hana annars staðar."

 

snowjæja snjórinn er farinn, úff sem betur fer. Ég er ekki þessi snjótýpa.  Reyndar er voða kósý að hafa kertaljós og huggelghed á köldum vetrarkvöldum þegar snjórinn fellur úti og frostið er í hámarki.  En að koma út á morgnana og þurfa að byrja á að skafa rúðurnar og jafnvel moka frá, er ekki beint kósý í mínum huga.  Ég sé heldur ekkert rómó við að skauta um götur bæjarins og spóla sig áfram.  Ég er þeim eiginleikum gætt að bílar láta ekkert alltof vel af stjórn hjá mér og ég lendi ítrekað í því að keyra í skafl eða jafnvel að spóla á jafnsléttu ef svo ber við.  Ég reyndar gerði í því í fyrra vetur í þeirri von að riddarinn á hvíta hestinum kæmi aðvífandi og bjargaði mér og við myndum lifa happylí ever afterLoL en allt kom fyrir ekki.  Ég held að ég sé meiri svona sólarmanneskjaTounge elska að vera í sól og sumaryl, thats more me.

Börn geta verið svo frábær eins og flestir vita.  Mín búin að vera voða stolt af þeim árangri sem ég er að ná í þeim danska og bootcampinu, spyr þá ekki minn sonur mig að því í gær: Mamma ertu eitthvað búin að grennast? " Crying humm ég spurði á móti mjög stolt: já sérðu þaðTounge. Humm nei svarar minn maður, þú ert bara alltaf eins.... ohh á ég að taka því á þann veg að hann sem strákur er ekkert að spá í því hvort mamma hans sé grennri í dag en fyrir mánuði eða finnst honum mamma sín bara alltaf svo frábær að honum er alveg sama þótt hún sé í mýkra lagiInLove já þetta er svona en það er þessi hreinskilni hjá þeim sem er alltaf svo frábær, þau eru ekki með meðvirkni, segja sína skoðun á hlutunum.  Það er nefnilega svo mikilvægt að geta sagt sem manni finnst.

En hógværð er best ekki satt eins og segir í Mat 5:5 : Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa.

Megið þið eiga góðan dag

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Saumakonan

LOL týpískur karlmaður!!!!!

Saumakonan, 31.10.2007 kl. 18:30

2 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Oh en æðislegt... akkúrat eins og það á að vera... 

Linda Lea Bogadóttir, 2.11.2007 kl. 10:16

3 Smámynd: Ruth

krútt

Ruth, 3.11.2007 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband