Helgin að baki

Þetta er búin að vera mögnuð helgi í alla staði.  Frábær samkoma í dag þar sem að tvær vinkonur mínar tóku skírnSmile Ég fór síðan í skírn hjá sigrúnu og Jóa þar sem að Eva Björg fékk nafnið sitt.  Krakkarnir mínir fóru í skírn hjá systur sinni þannig að þá má segja að þetta hafi verið mjög blessuð helgi.  Svo næstu helgi er Alfa helgi og ég veit að hún verður fábær og það munu stórkostlegir hlutir eiga sér stað það.  Ég get bara varla beðið.  Annars var dagurinn svo magnaður í alla staði, byrjaði með frábærum fundi í morgun þar sem 9. sporið var tekið.  Það er með það spor eins og svö mörg önnur, það er svo mikil hjálp í því.   svo var það samkoma og svo skírn og veisla á eftir og svo matarboð í kvöld með frábærum vinum mínum og dætrum þeirra.

En á föstudaginn fór ég í skautaferð með 4. og 7. bekk til að fagna lokum samræmdu prófanna.  Rosa gaman og fórum svo á pizza hut á eftir.  Mín stóð sig bara eins og hetja og sveif um svellið eins og engillTounge   Missti reyndar af bootcamp fyrir vikið og þar að auki fór danski í burtu um helgina og mín bara gleymdi öllu prógrammi  í veislunni.  Þannig að núna er það sko ekkert elsku mamma neitt, nú verður mín að taka út allt sukkið um helgina því það er víst vigtun á þriðjudaginnShocking úff það er nú eins gott að hafa vigtina í liði með sér. En ég ætla nú ekki að fara að hafa áhyggjur af því núna.

Jæja best að fara að koma sér í svefn

góða nótt og Guð veri með ykkur

Sædís


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

dísuss hvað er mikið mál að pósta comment hér hjá þér á þessu blessaða moggabloggi - sigh.  En allt til að þroska þolinmæðina - við látum okkur hafa þetta.  Þú gætir nú svolítið verið að tala kínversku - alfa, skref og alles en hvað um það - ég trúi því að þetta sé allt saman mjög gáfulegt.  Mundu bara að breyta lífsstílnum þínum til frambúðar dúllan mín - ekki með upphlaupi heldur hægt og hljótt sem heldur ;-).  Frétti að eitthvað af kílóum væru farin - öfunda þig helling en reyni að hugsa - mín leið verður bara að duga mér en stundum vildi ég bara að ég væri duglegri en ég er ;-)  Hafðu það gott.

Ingveldur (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband