Bootcamp og skipulagsmál

bottcampJá þá er mín endanlega orðin crazy, byrjaði í bootcamp aftur í dag, rosalega kveið mér fyrir að byrja aftur, minnug þess hve djö... þetta var erfitt sl. sumar.  En einnig minnug þess mikla árangurs sem ég náði þá og með hvatningu góðra vina dreif ég mig af staðTounge og jú þetta var svooooo erfiður tími enda bara fyrsti tíminn, en svooooo skemmtilegurCool  Berglind er líka alltaf svo ljúf og yndæl.  Núna ætla ég ekki að gera þau mistök sem ég gerði í fyrra, en það var að ég tók ekki mataræðið með þá, núna mun sá danski redda því fyrir migCool oh my god hvað mín verður orðin mikill hasakroppur fljotlega....en þá þarf ég kannski að kaupa mér ný föt...Cool og það er sko ekki leiðinlegt, nema hvað þau kosta mikið...

En nóg um þetta streð, ég fór á fund út á Stað í kvöld þar sem Árni Vald og Valdimar hans sonur voru þar með kynningu á  því sem á að fara að gera hér á elskulega Eyrarbakka.  Kona að nafni Valdís, sem er arkitekt á þessu öllu útskýrði vel og vandlega hvað stendur til, sýndi ýmsar myndir og skipulagsmyndir af teikningum.  Þetta var fínn fundur og mjög gott og gagnlegt að fá þetta svona áður en þetta er allt fyrirfram ákveðið og á hann Árni hrós skilið fyrir þetta framtak sitt.  Eina sem ég fann að þessu var að mér fannst húsin eins og þau litu út þarna á myndum í of miklum nútímastíl, þ.e mér finnst þessi hugmynd og þessi stíll ekki passa inn í þá mynd sem við höfum af gamla bænum hér í þorpinu.  En Árni sagði að hann vildi fá álit sem flesta og myndi taka mið af þeim skoðunum sem kæmu fram og hef ég fulla trú á að hann geri það.  Hann valdi útvalið fólk með sér í lið í svokallaðan rýnishóp, sem á að gefa álit og meta. 

Jæja nú held ég að það sé kominn háttatími, ég í einhverju ritstuði í kvöldCool

góða nótt dúllurnar mínar sem þetta nennið að lesa

knús Sædís


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott að heyra að fundurinn var gagnlegur. Vonandi verður fólk duglegt að láta álit sitt í ljós.  Gakktu nú ekki fram af þér í boocamp, þvílíkur dugnaður.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.9.2007 kl. 00:06

2 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Já fólk var mjög duglegt að segja sína skoðun, almenn ánægja með að taka eigi svæðið í gegn, en fólk vill sjá gamlan stíl á byggingunum.

úff ég má heita heppin ef ég verð á lífi á næsta fundi í leikskólanefnd hehhe

Sædís Ósk Harðardóttir, 11.9.2007 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband