ADHD

WinkJá þetta er einn af þessum dögum sem ég ætla að taka allt með trompi og redda öllum þvottinum, ísskápnum, sópa gólfin og bara name it á nokkrum klukkutímum.  Ég kom heim galvösk úr vinnunni og sá fram á að enda á hæli eða fara að reyna að gera eitthvað i þessum málum sem ég hef sífellt verið að slá á frest í nokkrar vikurWoundering Mín byrjaði á að taka til við eldhúsvaskinn og á leið minni í að setja ost og fl. í ísskápinn sá ég að farið var að þykkna ansi mikið upp í honumCrying sótti ruslapoka og henti slatta þaðan sem einhverja hluta vegna höfðu endað þar inni og fengið að daga þar uppi.  Alltí einu var ég búin að tæma úr honum á eldhúsborðið og farin að sækja mér tusku til að þrífa hann á meðan ég ætlaði bara að setja ristavélina inn í skáp og smjörið þar innGasp Þegar ég sótti tuskuna sá ég að þar var hlutur sem átti að vera inni í herbergi og fór ég með það þangaði inn.  Þar inni var hrúga af þvotti sem ég átti eftir að brjóta saman, úfffffff ég fór þá að brjóta hann saman og þegar ég var að fara fram með handklæði inn á bað, sá ég að synir mínur höfðu ekki sett tannkremið og það allt inn í skáp í morgun þannig að ég gerði það og sá þá þar inni hlut sem átti heima í öðrum skáp.  Úfff er það von að maður sé hálf steiktur.  Þegar ég fór með þann hlut fram sá ég að ég yrði nú að sópa gólfið í forstofunni því þar var allt út um allt frá því i gærkveldi eftir strákanaErrm Þegar ég var búin að sópa gólfið og var að fara að tæma fægiskófluna i ruslið sá ég að á eldhúsborðinu var allt sem ég hafði tekið úr ísskápnum og hann enn þá meira að segja opinnGasp

Já þetta er stundum svona og ég var einmitt á fínum fyrirlestri um daginn hjá sálfræðing hjá skólaskrifstofunni fyrir okkur kennarana í skólanum sem höfðaði ansi vel til mín og marft sem þar koma fram sem ég gat tekið til mín í sambandi við adhdTounge En svona er ég bara og breyti mér ansi lítið þótt ég vildi.  Ég var meira að segja búin að ákveða að fara í Ikea um helgina að kaupa skipulagskassa og fl. snilldarefni til að hjálpa svona fólki eins og mér.  En svo það virki fyrir mig verð ég eiginlega að fá manneskju með kössunum til að skipuleggja í þá fyrir mig.

En ég ætla núna að kasta hinum miklu húsmæðrahæfileikum mínum á glæ og fara að ná í pizzu fyrir mig og dúllurnar mínar til að fagna að við séum komin í fyrsta helgarfrí vetrarinsCool

see you later

knús Sædís


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er nú bara svona eins og hjá mér, maður labbar milli herbergja og gerir smá á hverjum stað og svo allt í einu er allt flott, húsbandinu minu finnst þetta reyndar doldið skritið en mér finnst þetta gaman. 

Ásdís Sigurðardóttir, 24.8.2007 kl. 18:02

2 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

já það er satt þetta er gaman, hitt væir of einhæft held ég

Sædís Ósk Harðardóttir, 24.8.2007 kl. 19:24

3 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Ha ha ha.  Ég er einmitt að reyna að mana mig í að byrja á einu herbergi hérna í stóóóóra húsinu mínu en kem mér einhvern veginn ekki í að byrja.  Af hverju skildi það vera?  Of skipulögð????  Hmmmm

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 26.8.2007 kl. 20:16

4 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

já þú ert dúlli vina mín en getu þú bara ekki komi til mín að taka til (djókk)

það er alt í röð og reglur hér ......

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 26.8.2007 kl. 20:55

5 identicon

Hæ hæ ;)

Gangi þér vel í þessu öllu saman,,var einmitt að taka herbergið hans Arnars í gegn eða MOKA ÚT ;) hehe

heyrumst kv Elín Birna.

Elín Birna (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband