Sumarsæla

Já það er svo sannarlega búið að vera gott sumar hér hjá okkur.  Ég á að heita að vera í sumarfríi en er búin að vera að vinna slatta í búðinni hér, sem er bara gaman því maður hittir svo margt fólk þarCool

Annars skellti ég mér i borgarferð í fyrradag eftir vinnu, heimsótti Elínu Katrinu vinkonu, við brugðum okkur á fund í leynifélaginu og svo skelltum við okkur á kaffihús, ekkert smá næsTounge Við sátum síðan eins og unglingsstelpur (erum það nú reyndar smá) og kjöftuðum til klukkan að verða 3.  Daguinn eftir var tekinnn snemma því þegar sveitarstúlka bregður sér í borgina verður að nýta hverja einustu mínútu, fór í kringluna þar sem ég ætlaði t.d að sækja myndir sem ég fór með á diskum um daginn í framköllun. Ég verð að viðurkenna að ég fékk nett sjokk þegar strákurinn sem afgreiddi mig kom með myndirnar, hann ætlaði varla að koma þeim upp á borðið, svo þungur var bunkinnShocking mín hafði bara sett inn slatta af myndum héðan og þaðan af harða drifinu og ekkert athugað að telja þær.  Strákurinn leit á mig og sagði: Já hér eru sem sagt myndirnar og þetta gera xxxx krónurCrying ég fékk vægt taugaáfall og fór að hlæja eins og asni og aulaði út úr mér:  Já mér finnst svoldið gaman að taka myndirWhistling    En myndirnar eru rosa fínar og þess virði að eiga í albúmi, ég er nefnilega þannig að ég vil líka geta flett albúmum til að skoða myndir.

Til að lækna samt mesta sjokkið ákvað ég að fara í eins og eina tvær skóbúðir, svona til að róa mig aðeins niðurTounge Og viti menn haldið þið ekki að ég hafi ekki bara fundið skó sem hentuðu svona agaglega vel á Portúgal og mín varð bara að kaupa þá.  Fór síðan að kaupa sólarvarnir og sólardót fyrir ferðina. Allt á fullu í þeim undirbúningi bæði búin að fara í strípur og kllippingu og svo er að fara í lit og plokkun og kannski bara neglur líka, til að vera svoldið huggleg þarna útiWhistling  Í hádeginu brugðum við Sigrún vinkona okkur saman í mat og fórum að heimsækja föðurbróður minn.  Síðan var kíkt í Smáarlind lítillega og svo brunað á Bakkann þar sem ég átti að mæta í vinnuCool

Frábær sólarhringur þarna og notalegur.

Er að spá í að skella mér núna í hjólatúr eða sund

knús Sædís


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Heyrðu er mín að fara í veiðiferð til Portúgal, öllu tjaldað til. Gleymdu ekki tánöglunum,  knús og kveðja, hvenær ferðu annars??

Ásdís Sigurðardóttir, 26.7.2007 kl. 14:26

2 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Nei táneglurnar eru tilbúnar  ég fer núna á þriðjudaginn svo bara beint í starfsdaga þegar ég lendi.

Sædís Ósk Harðardóttir, 26.7.2007 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband