Miðbæjarumræðan á Selfossi- Árborg

Mikið hefur verið ritað í héraðsblöðin síðustu vikur um miðbæjarskipulag á Selfossi.  Menn fara mikinn og hafa ærumeiðandi orð fallið og vegið hefur verið að heiðri og mannorði bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Árborgar.  Eðlilegt er að menn hafi mismunandi skoðanir á þvi hvernig miðbær á að vera.  Það verður seint sem tæplega 7000 manns koma sér saman um eina skoðun.  Farið var þá leið að vera með samkeppni um miðbæinn.  Fyrri meirihluti þ.e D og B sátu við stjórnvölinn þegar verðlauna tilllagan var valin.  Siðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og breytingar hafa orðið á meirhlutanum.  Upp hafa komið háar gagnrýnisraddir og fulltrúar þeir sem sátu m.a. í dómnefnd eru núna á móti þeirri tillögu er þeir sjálfir völdu.

Talað hefur verið um blekkingarleik meirihlutans, Jón Hjartarson fulltrúi VG í bæjarstjórn skrifar á sudurland.net eftirfarandi.

1. Sá hluti miðbæjarsvæðis sem nú er auglýstur er í samræmi við aðlaskipulag svæðisins og niðurstöðu úr arkitektasamkeppni sem öllum er kunnugt um.

2. Núverandi aðalskipulag miðbæjargarðsins gerir ráð fyrir þjónustubyggingum og grænum svæðum. Í þessu skipulagi er gert ráð fyrir byggð í garðinum að einhverju marki en aðeins húsnæði undir þjónustu, óskilgreinda.

3. Það er enginn feluleikur með það, að skv. tillögu samkeppninnar þá er gert ráð fyrir lágreistri íbúðarbyggð í austasta hluta garðsins, eins og allir vita sem kynnt hafa sér hugmyndir samkeppninnar. Þar sem aðalskipulag miðbæjargarðsins gerir ráð fyrir annarskonar byggingum, verður að byrja á því að sækja um leyfi til Skipulagsstofnunar um heimild til að breyta aðalskipulagi garðsins.

4. Fáist leyfi til breytingar á aðalskipulagi garðsins þarf að auglýsa það fyrst.

Eftir að aðalskipulag hefur verið auglýst, farið í gegnum lögbundið athugasemdaferli og loks samþykkt af bæjaryfirvöldum og Skipulagsstofnun, þá fyrst má auglýsa deiliskipulag.

5. Vegna ofangreindra atriða heimilar Skipulagsstofnun ekki að sýndar séu myndir af hugsanlegum byggingum í Garðinum í þessari deiliskipulagasauglýsingu, heldur verði að sýna skýr mörk deiliskipulagssvæðisinssem nú er auglýst og allt utan þess verði óbreytt eins og það er í dag. Leitað var eftir heimild til að sýna fyrirhugaðar byggingar en það fékkst ekki.

6. Undirritaður vísar því algjörlega á bug að hann beiti blekkingum til að knýja fram skipulag sem honum einum hugnast. Óneitanlega læðist að undirrituðum sú hugsun að með þessum ásökunum sé verið að leggjast á sveif með þeim öflum sem vilja núverandi meirihluta feigan og til þess skuli beitt öllum tiltækum ráðum.

Að lokum vill undirritaður taka það skýrt fram að hann telur undirbúning að skipulagi nýs miðbæjar á Selfossi í fullkomnu samræmi við kröfur og áherslur VG í kosningabaráttunni vorið 2006. Krafan um stækkun skipulagssvæðisins og að efnt yrði til samkeppni um skipulag miðbæjar fól í sér, að næðist hún fram myndu menn una niðurstöðu samkeppninnar, enda til hvers að krefjast samkeppni sem ekkert ætti að gera með þegar á hólm væri komið.

Jón Hjartarson, bæjarfulltrúi.

Ég tel mikilvægt að fram komi og að það sé skýrt að fulltrúi VG i bæjarstjórn hefur unnið að heillindum sín verk, talað opinskátt um það sem hann gerir og hefur ekki verið með neinn blekkingarleik í gangi.

Ég fékk til mín í dag góðan og vel unnin bækling sem Árborg hefur gefið út, fólki til upplýsingar um nýjan miðbæ.  Í þessum bækling kemur fram hvernig miðbærinn mun lita út í framtiðinni. Ég hvet fólk til að kynna sér bæklinginn vel.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæl og blessu. Ég er komin heim aftur og búin að fá þennan bækling sem þú talar um. Vel gerður og ætla að skoða hann vel. Spennt að sjá hvernig þetta mun koma til með að líta út.  Hafðu það gott um helgina. 

Ásdís Sigurðardóttir, 21.7.2007 kl. 14:56

2 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Sendi þér bros og hlátur inn í daginn, eigðu góðan dag.

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 21.7.2007 kl. 16:13

3 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Hlakka til að hitta þig í dag

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 24.7.2007 kl. 11:46

4 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sædís varstu ekki sjálfstæðiskona?  Hvað gerðist????   

Ein forvitin

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 25.7.2007 kl. 00:44

5 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Jú Rannveig mikið rétt en með aldrinum þroskast maður og sér það rétta í lífinu og ég sá ljósið eins og sagt er þannig að nú er ég á réttu róli

Sædís Ósk Harðardóttir, 25.7.2007 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband