Hvers vegna má ekki leggja þessa tillögu fram?

Þetta skýtur dálítið skökku við hvað Birgittu varðar, ég hefði haldið að hún væri lýðræissinni og vildi hafa allt uppi á yfirborðinu og ræða alla hluti, hvers vegna má þá þessi tillaga (tillaga Bjarna Ben) fara fram og ræða hana efnislega og kjósa síðan um hana?

Samfylkingarþingmenn ættu að skammast sín, það að ákæra einn úr þessari ríkisstjórn sem þeir áttu aðild að og studdu þ.m.t. Geir. Hinir ráðherrarnir sluppu með þeirra atkvæðum.

Eygló hefur greinilega gleymt uppruna sínum, þ.e hún er í framsóknarflokkum sem er jú einn mesti ábyrgðarflokkur bankahrunsins, einkavæðingar, sægreifa og svona mætti lengi telja.

Lilja Rafney hefði ég haldið að væri manneskja meiri en að fara fram með svona tillögu.

Ef einhvern hefði átt að ákæra þá voru það allir sem að málum komu, ekki bara einn úr þessum hópi.


mbl.is Frávísunartillaga lögð fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Framsókn og kratar eru þeir flokkar sem minnst hafa siðferðið.

Ég hef fylgst með þessum flokkum allt frá því að ég sleit barnskónum.

þetta hörmungarlið á engan sinn líka á vesturlöndum það er ég viss

um. Ég hugsa að Kratar muni ekki einu sinni eftir því að þeir áttu sömu ábyrgð og Geir Haarde, og voru í sömu stjórn. Ef ekki er hægt að dæma ISG. Blörgvin Sigurðsson, Össur o.fl. Þá á ekki að draga Geir Haarde fyrir dóm einan sér, fyrir hluti sem hann stóð ekki einn að.

Jóhanna (IP-tala skráð) 20.1.2012 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband