Kynbundið ofbeldi og ofbeldi gagnvart börnum

Það sló mig illilega frétt í blöðunum um daginn um að hæstiréttur hafi mildað dóm fyrir kynferðisafbrot.  Þetta er vitaskuld fáranlegt og algjörlega út í hött.  Hvar eru þessi menn staddir? Eru þeir í fílabeinsturni eða er þeim yfir höfuð alveg sama um sálarlíf ungra barna sem hafa orðið fyrir varanlegum skaða.  Það er eins og það sem ekki snýst um peninga skipti litlu sem engu máli.  ÉG get orðið svo reið þegar ég les og sé svona fréttir.  Það verður eitthvað að gera í þessum málum, eitthvað hlýtur að vera hægt að gera.

Annað sem er líka alvarlegur hlutur og verður að taka á er kynbundið ofbeldi. Alvarlegt kynbundið ofbeldi er staðreynd á Íslandi. Hundruð kvenna og stúlkna eru fórnarlömb kynferðisofbeldis á ári hverju og fjöldi kvenna og barna lifir við hræðslu, kúgun, óöryggi, hótanir og ofbeldi á heimilinu sem, undir eðlilegum kringumstæðum, á að vera griðastaður. 

Á síðunni hugsandi.is birtist mjög góð grein eftir Þórhall Guðmundsson um ofbeldi sem ég læt fylgja hér með:

"Umræðan um kynbundið ofbeldi hefur farið fram í fjölmiðlum og á Alþingi. Flestir sem ljáð hafa máls á þessu meini eru á því að það aukist á milli ára og verði sífellt alvarlegra. Kynbundið ofbeldi felur í sér líkamlegt, kynferðislegt og sálrænt ofbeldi innan fjölskyldunnar og í þjóðfélaginu almennt, svo sem kúgun, barsmíðar, ofbeldi tengt heimanmundi, nauðgun í hjónabandi, limlestingu á kynfærum kvenna, misnotkun kvenna í gróðaskyni, mansal og þvingun til vændis, kynferðislega áreitni og hótanir á vinnustað og í menntastofnunum svo dæmi séu nefnd.

Kynferðisbrot, og kynbundið ofbeldi almennt, brýtur gegn mannréttindum og grundvallarfrelsi þolenda sem eru í flestum tilvikum konur og börn. Íslenska ríkið á aðild að fjölda mannréttindasamninga og yfirlýsinga er snerta kynferðisbrot, má þar nefna mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá 1948, samning Sameinuðu þjóðanna frá 1979 um afnám allrar mismununar gagnvart konum, samning um réttindi barnsins frá 1982 auk viðauka við hann um sölu á börnum, barnavændi og barnaklám frá 2000, samninga um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi frá 1966 og loks samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum eða annarri grimmilegri og ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu frá 1984. Einnig má nefna yfirlýsingu um afnám ofbeldis gegn konum, sem samþykkt var á 85. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, almennar athugasemdir nefndar um afnám mismununar gagnvart konum nr. 19 og framkvæmdaáætlun Sameinuðu þjóðanna um málefni kvenna frá árinu 1995 (Pekingáætlunina). Þá ber að nefna mannréttindasáttmála Evrópu og félagsmálasáttmála Evrópu en Evrópuráðið hefur á síðustu árum lagt áherslu á nauðsyn sérstakra aðgerða til að sporna gegn ofbeldi gagnvart konum. Sérstaklega er vakin athygli á tilmælum þings Evrópuráðsins nr. 1582 frá 20021 og tilmælum nr. 1681 frá 20042.

Ofbeldið sem hér um ræðir er margvíslegt, allt frá andlegu ofbeldi þar sem karlmaður neyðir konu til að fremja einhvern verknað eða athöfn og lætur í ljós skína með athöfnum eða orðum að annars fylgi einhverskonar refsing í kjölfarið og til þeirra glæpa sem dómskerfið lítur harðari augum eins og nauðgana, ofbeldisverka, misþyrminga á kynfærum, barnaníðs og því að halda einhverjum föngnum gegn vilja sínum.

Erfitt er með vissu að segja til um umfang kynbundis ofbeldis á Íslandi í dag, þar sem mörg málanna komast ekki til kasta lögreglu. Þó virðast vísbendingar beinast í þá átt að vandinn sé mikill og fari vaxandi á milli ára ef eitthvað er.
Ef rýnt er í skýrslu Stígamóta3 fyrir árið 2005 kemur í ljós að alls komu 543 konur í viðtöl við ráðgjafa Stígamóta. Sem ver 9,2% aukning frá árinu áður. Verður það að teljast mikil aukning á einungis einu ári.

Ef litið er á á stöðu heimsókna til Stígamóta eða í Kvennaathvarfið þá blasa þessar tölur við4:

Tafla sem sýnir ástæður þess að leitað var til Stígamóta



Áhugavert er að lesa að ,, konur hafa leitað hjálpar vegna klámnotkunar sambýlismanna þeirra sem hefur misboðið þeim á ýmsa vegu. Aðrar hafa orðið fyrir því að teknar hafi verið myndir af þeim í kynlífsathöfnum með eða án þeirra vilja og þeim síðan dreift eða konunum hótað að þeim verði dreift.”5 Þá kemur fram í skýrslunni að vændi sé vaxandi á Íslandi. 9 ný mál komi upp 2005, auk þess sem unnið er áfram í 10 gömlum málum. Þá liggi vændi oft undir hjá öðrum þolendum ofbeldis, til dæmis þeim sem lengi hafa verið í mikilli áfengis- og/eða fíkniefnaneyslu og komi ekki fram fyrr en eftir margra mánaðar viðtalsmeðferð. Samkvæmt tölunum frá Stígamótum eru þó flestir sem leita til þeirra, fórnarlömb sifjaspella eða nauðgana, eða alls 87,30%.
Tölulegar upplýsingar sem koma frá Stígamótum eru þó ekki allur sannleikurinn, heldur einungis tölur yfir þá einstaklinga sem leitað hafa til Stígamóta eða í Kvennaathvarfið. Og þótt að þær tölur séu sláandi og sýni mikinn vanda og aukningu hans á milli ára þá batnar heildarmyndinn ekki þegar önnur gögn eru dregin fram sem viðbót.,,

 

Ef eitthvað á að geta breyst í þessum málum verður dómskerfið að bregðast við, það er ekki hægt að horfa upp á hvern dóminn á fætur öðrum segja það svona nokkurn veginn að þetta skipti engu máli og sé ekkert merkilegt.  Til að konur geti og þori að koma fram og kæra verknað verður að vera tekið mark á þeim og þeim sinnt sem skyldi.  Ég veit það að í 1. sæti á lista VG i Suðurkjördæmi er maður sem virkilega hefur barist fyrir málstað þessum og lagt sig allan fram í að sækja mál kvenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi.  Atli Gíslason lögmaður er baráttumaður gegn kynbundnum launamun og kynbundnu ofbeldi og fyrir kvenfrelsi.

 

Jæja þá er ég aðeins búin að rasa út i kvöld

Njótið helgarinnar 

knús Sædís 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband