Skrýtin vinnubrögð

Já það er alltaf eitthvað sem vekur undrun manns.  Ég sá á vefmiðlum í kvöld að listi framsóknar í Suðurkjördæmi er tilbúin.  Ekki það að þetta sé mitt mál, enda ekki í þessum flokki heldur er það sem vekur undrun mína þau vinnubrögð sem eiga sér stað við að klára listann.  Um síðustu helgi var haldið prófkjör í flokknum sem margir tóku þátt í og eyddu bæði tíma og pening í þá baráttu.  Þegar talið er upp úr kjörkössum á sunnudeginum kemur í ljós sem allir vissu að ekki gætu fleiri en einn hlotið fyrsta sætið.  Hjálmar Árnason þingmaður hafnaði því í 3.sæti.  Hann ákveður að taka ekki það sæti á listanum.  Sú sem að sóttist eftir 3. sæti,  hún Eygló Harðardóttir, hafnaði í næsta sæti fyrir neðan eða því 4. Þegar það er ljóst að Hjálmar ætlar ekki að taka sitt sæti liggur beinast við að Eygló taki 3. sætið eða mér finnst það að minnsta kosti.  En sú er raunin heldur er fengin manneskja í það sæti sem engan áhuga sýndi á að taka þátt í prófkjörinu.  Mér finnst þetta vera léleg framkoma við það fólk sem var búið að vinna mikla vinnu og kosta miklu til í prófkjörinu um síðustu helgi.  Hvað segir þetta framsóknarmönnum sem vilja fara í framboð ? Jú kannski það að það þurfi ekkert að fara í prófkjör heldur bara bíða þess að verði bara hringt í það.  Ég er ekki  á neinn hátt að lasta þá konu sem sest í 3. sætið enda þekki ég hana ekki neitt, heldur það að fram hjá fólkinu sé gengið sem vann vinnuna við að búa listann.

Annars var ég að koma heim af mjög skemmtilegri leiksýningu í Borgarleikhúsinu.  Ég fór á Footlose með syni mínum og skólafélögum hans.  Frábær tónlist og lifandi og skemmtilegt verk og þau Halla og Þorvaldur voru alveg frábær og flott á sviðinu auk allar hinna sem komu að þessu. 

Læt þetta duga að sinni

knús Sædís 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GK

Ég er enn að bíða eftir símtalinu frá Framsókn... :)

GK, 28.1.2007 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband