Mörður...

Það er ekki verið að tala um að fólk ætli ekki að borga sínar skuldir!

Það er verið að tala um að þessi lán sem voru veitt eru ólögleg, þarna fór fram ólöglegur gjörningur þar sem fólk var oft á tíðum blekkt til að taka lán í erlendri mynnt, grandalaust fólk sem taldi sig vera að eiga í viðskiptum við siðaða einstaklinga. En því fór fjarri og þessu glæpaliði ( fjármögnunarfyrirtækjunum) ætlar þú að standa vörð um Mörður!

Lánin sem fólkið tók margfaldaðist og greiðslubyrgðin margfaldaðist!

Það er ekki hægt að breyta skilmálum eftir á, þ.e setja á lán verðtryggingu sem ekki var á þegar fólk skrifaði undir sinn samning.

Fjármögnunarfyrirtækin hafa vitað það frá því 2001 að þessi lán voru ólögleg, samt var haldið áfram fram í rauðan dauðann að koma þessum lánum á grandalaust fólkið í landinu!

Nú er það ykkar þingmanna að standa með ykkar þjóð, nú er komið að því að standa við loforðin um skjaldborgina. Nú reynir á hversu miklir menn þið eruð, eða hvort þið eruð bara undir hælnum á fjármögnunarfyrirtækjunum.

 


mbl.is Vill verðtryggingu á lánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Akkurat,

Afhverju geta þessir peningar ekki bara "gufað upp" og farið í "money heaven" eins og peningarnir sem björgólfur yngri skuldar okkur....? það gildir ekki sama yfir alla.

Nóg að hann segi að þetta hafi aldrei verið raunverulegir peningar? ...en samt fékk hann og eða einhverjir eignir útá þessa "ekki peninga" ?

Marí (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 10:11

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flott blogg Sædís

Sigurður Haraldsson, 22.6.2010 kl. 10:18

3 Smámynd: Billi bilaði

Góð færsla.

Billi bilaði, 22.6.2010 kl. 11:20

4 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Auðvita eiga samningarnir að standa ef allt hefði verið eðlilegt og eingin gengisfelling þá hefðu þessi prósenta sem á samningunum eru  verið innheimt en bankarnir tóku stöðu gegn krónunni og þar með gegn viðskiptavinum sínum og það er rétt að þeirra er tapið enda vissu þeir betur.

Bankarnir gengu svo langt að fólk sem átti hlutabréf í bönkunum var talið trú um að taka frekar montkörfulán til fjárfestinga en að selja eign sína í bankanum. Fyrir hverja voru þeir að vinna? ekki viðskiptamen sína að minnsta kosti. Það eitt að hafa lánað þessi lán er ástæða til að setja þá beint í grjótið strax dómur er fallinn.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 22.6.2010 kl. 11:39

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

langar að plögga tveimur bloggum mínum af þessu tilefni.

hið fyrra sýnir fram á fáránleika hugmyndar Marðar. http://brjann.blog.is/blog/fjas/entry/1069749/

hin fjallar um hví lánin eigi að vera á óbreyttum vaxtakjörum.

http://brjann.blog.is/blog/fjas/entry/1069902/

tek það fram að sjálfur hef ég engin gjaldeyrislán.

Brjánn Guðjónsson, 22.6.2010 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband