Þetta er engin óvissa!!

Þetta þarf ekki að vera svona flókið, málið er einfalt! Hæstiréttur hefur dæmt þessi lán ógild og þar við situr. Það er ekki hægt að breyta ákvæðum eða vöxtum eftir því sem að hentar fjármálastofnunum.

Skv. lögum eru gegnistryggð lán ólögmæt og því verður ekki breytt eftir á. Hvert fjármögnunarfyrirtæki hefur sjálfsagt verið með breytilega vexti á sínum lánum og þá eiga að gilda þeir vextir sem reiknuðust við hver mánaðarmót.

Síðan hvort ríkið eða lögfræðingar fjármálafyrirtækjanna séu ábyrg er síðari tíma  mál, núna ríður á að almenningur fái lausn sinna mála, síðan geta ríkið og fjármálafyrirtækin gert það upp sín á milli hver ber ábyrgð á þessu klúðri, hver ber ábyrgð á að hafa ekki haft efirlit, eða ekki lesið lagabókstafinn.

 


mbl.is Bíða enn í óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband